Yngriflokkar í körfu:  Nettómót framundan

Yngriflokkar í körfu: Nettómót framundan

Nú fer að styttast í Nettómótið í Reykjanesbæ og brátt fer að líða að skráningum. Mótið verður fyrstu helgina í mars að venju.

Af vef Nettómótsins:
Undirbúningur fyrir Nettómótið 2014 er kominn vel áleiðis og ekkert verður slegið af frekar en á fyrri mótum. Búið er að ganga frá skemmtiatriðum á kvöldvöku, bíómyndum o.fl. og alveg ljóst að fjölskyldan á gott mót í vændum.

Mótsbæklingurinn fer í dreifingu upp úr 7. febrúar um leið og opnað verður fyrir skráningu. Skráningarblað með öllum helstu upplýsingum verður sent að venju á þjálfara/forráðamenn félaganna með tölvupósti.

Bæklingur mótsins og skráningarblað verður einnig aðgengilegt á heimasíðunni frá og með 5. feb. öll félög verða væntanlega komin með bæklinginn í hendur í s.l. 11-12. febrúar.

Síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er á miðnætti föstudaginn 22. febrúar.

Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi vikum