Guðrún Gróa kveður Hólminn!

Guðrún Gróa kveður Hólminn!

Það eru leiðinda fréttir sem berast frá herbúðum Snæfells kvenna því hún Guðrún Gróa mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. Hún er á leiðinni til Danmerkur og skilur eftir sig stórt gat í vörn og sókn.
Við óskum Guðrúnu Gróu að sjálfsögðu velgengi í því sem nú tekur við hjá henni og hlökkum til að fá hana aftur í Hólminn góða.

Hér má sjá frétt af karfan.is

Íslandsmeistarar Snæfells mega nú sjá á eftir einum af sínum sterkustu leikmönnum því Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir mun ekki leika með meisturunum í vetur. Þetta staðfesti Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells við Karfan.is í dag.

Guðrún Gróa er að flytjast búferlum til Danmerkur og skilur eftir sig gat í Snæfells-liðinu upp á 10,4 stig, 7,3 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en mestur sviðinn hlýtur þó að koma undan varnarleiknum þar sem Gróa er vafalítið einn fremsti varnarmaðurinn í íslenska kvennaboltanum.