Christopher Thomas Woods semur við Snæfell

Christopher Thomas Woods semur við Snæfell

Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur samið við fyrrum leikmann Valsmanna Chris Woods, en hann hefur síðustu tvö ár leikið með Valsmönnum. Fyrsta tímabil Chris á Íslandi lék hann í 1. Deildinni og þar var hann með 21.6 stig að meðaltali og 8.9 fráköst í leik. Árið eftir lék Chris með Valsmönnum á nýjan leik og endaði tímabilið með 28,4 stig í leik, 14,5 fráköst og 2,5 stoðsendingar í leik, Valsmenn féllu niður í 1. Deild.

Chris Woods er 195cm á hæð og leikur stöðu framherja.

Chris er kominn með leikheimild og verður því löglegur þegar að Hólmarar heimsækja Þór í Þorlákshöfn föstudagskvöldið 7. Nóvember klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sporttv.is

Heimasíðan náði tali af Inga Þór Steinþórssyni eftir að kappinn hafi lokið sinni fyrstu æfingu: “Mér list vel á þessa breytingu, Chris er eðal náungi og á eftir að koma með góðan anda með sér inní liðið. Hann kemur inní liðið með öðruvísi leik en forveri hans og á ég von á því að hann reynist liðinu mjög vel á alla kanta. Við erum ekki ennþá komnir á þann stað sem okkur langar til að vera en það er stefnan okkar að leika betur með hverjum leiknum sem við leikum.

Við erum að fara í hörkuleik í Þorlákshöfn á morgun og við þurfum topp leik þar til að sigra og núna er það eina sem skiptir máli.”

Á myndinni: Gunnar Svanlaugsson formaður KKD Snæfells handsalar samning við Christ Woods og biður hann velkominn til starfa.