Strákarnir kláruðu!

Strákarnir kláruðu!

Rétt í þessu voru okkar menn í Snæfell að vinna sinn þriðja leik í deildinni í vetur og eru þar með komnir í 4-5. sæti. Leikurinn einkenndist af sveiflum og tæknivillum. Chris Woods var að spila sinn fyrsta leik og ákvað að láta vita af sér í fyrsta leik hann endaði leikinn með 33 stig og 22 fráköst. Stefán og Siggi voru einnig gríðarlega sterkir. Snæfell eru sakaðir um stuld í Þorlákshöfn en það er löngu búið að sanna það ef þú hættir ekki að spila þá máttu taka það sem þú vilt.

Við grípum hérna inn í umfjöllun frá karfan.is

Þór og Snæfell mættust í kvöld í Icelandic glacial höllinni, Þórsarar mættu til leiks án Grétars Inga og Baldurs. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru að hitta ágætlega fyrir utan. Snæfell voru þó aldrei langt undan og fengu oft á tíðum auðveldar körfur og ágætis flæði var í sóknarleik þeirra, Þór átti fína spretti í lok fyrsta leikhluta og voru að stela boltum, staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-26.

Í öðrum leikhluta var svipað uppi á teningnum, Chris Woods dró vagninn hjá Snæfell, enda lítil mótstaða í teig Þórs í fjarveru Grétars. Í lok leikhlutans færðis ögn meiri harka í leikinn og augljóst að bæði lið ætla sér sigur, staðan í hálfleik var 57-50.

Snæfell mættu sprækir til leiks í þeim þriðja og söxuðu á forskot Þórs sem spiluðu götóttan varnarleik, en vörn þeirra hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð. Hiti var í leiknum og tæknivillur dæmdar báðum megin, ásamt því að varnarleikur liðanna varð aggresívari, nokkuð var um tapaða bolta. Staðan í lok þriðja var 82-76.

Leikurinn fór hressilega af stað með blokkeringu frá Halldóri Garðari, þar sem Sigurður Þorvalds fékk að kenna á því. Baráttan var til staðar hjá báðum liðum, en heimamenn héldu þó forskotinu, og juku enn frekar á, þegar 6 mínútur voru eftir var staðan 90-80 og ljóst að lærisveinar Inga Þórs þyrftu að spýta í lófana. Snæfellingar minnkuðu muninn niður í 4 stig þegar um 3 mín voru eftir, og skjálfti var kominn í fámenna áhorfendastúkuna, sem var þó í meirihluta á bandi heimamanna.

Háspenna var síðustu mínútu leiksins þar sem Snæfell fóru þrisvar sinnum á vítalínuna, Svo fór að gestirnir keyrðu heim í hólminn með 2 stig í skottinu.

Sterkasti maður Þorlákshafnar
Rúnar Gunnarsson

Þór Þ.-Snæfell 94-96 (32-26, 25-24, 25-26, 12-20)
Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 26/9 fráköst, Vincent Sanford 25, Tómas Heiðar Tómasson 11/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 11/8 fráköst, Oddur Ólafsson 9/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 8, Halldór Garðar Hermannsson 4.
Snæfell: Christopher Woods 33/22 fráköst, Stefán Karel Torfason 22/7 fráköst, Sigurður Þorvaldsson 18/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Snjólfur Björnsson 2.

ítarlegri tölfræði