23 stiga tap í Hafnarfirði í unglingaflokki karla

23 stiga tap í Hafnarfirði í unglingaflokki karla

Strákarnir í unglingaflokki Snæfell/Skallagrímur heimsóttu Hauka að Ávöllum í leik sem hófst klukkan 21:00. Haukar enduðu að sigra 101-80 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 54-47. Jóhann Kristófer Sævarsson var stigahæstur með 20 stig.

Stefán Karel byrjaði leikinn mjög vel og skoraði 15 stig á skömmum tíma en hann lenti á fætinum á leikmanni Hauka og snéri sig illa og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Snægrímur leiddu 22-25 og Hauka voru komnir í svæðisvörn þar sem þeir réðu illa við þá rauðklæddu í maður á mann. Svæðisvörnin hægði aðeins á gestunum en í stöðunni 40-42 skoruðu Haukar full auðveldlega og leiddu 54-47 í hálfleik.

Haukar hófu seinni hálfleikinn með 7-0 og komust í þægilega forystu eftir stórar körfur frá Kára Jóns, staðan 68-52. Okkar menn neituðu hinsvegar að gefa eftir og minnkuðu munninn fljótt í 10 stig en staðan eftir þrjá leikhluta 75-66 Haukum í vil. Góð byrjun Hauka í upphafi fjórða leikhluta eftir slæma tapaða bolta kom muninum í 20 stig á skömmum tíma 88-68. Áfram reyndu Snægrímur að berjast og koma muninum niður en lokatölur 101-80.

Stigaskor Snæfell/Skallagríms: Jóhann Kristófer Sævarsson 20 stig, Davíð Guðmundsson 17, Stefán Karel Torfason, Snjólfur Björnsson 15, Hafsteinn Helgi Davíðsson 9, Ólafur Þórir Ægisson og Atli Aðalsteinsson 2, Magnús Kristjánsson 0.

Stigaskor Hauka: Hjálmar 23, Kári 18, Kristján 15, Arnór 12, Ívar 11, Jón 8, Gunnar 2 Hákon 2, Björn 0.