9. flokkur í Hólminum

9. flokkur í Hólminum

Strákarnir í 9. flokk fengu heimamót um helgina sem var að líða. Það er alltaf gott að fá mót á heimavelli til að losna við ferðalag, sérstaklega á þessum tíma. Strákarnir eru alltaf að bæta sig þó svo að sigrarnir hafi alltaf verið 1 af 4 leikjum í þessum þremur mótum sem þeir eru búnir að taka þátt í. Bilið er að minnka og má svo sannarlega segja að bilið hafi orðið nánast að engu í öllum leikjunum um helgina.

Strákarnir byrjuðu á því að spila við Stjörnuna, liðið sem kom úr A-riðli frá síðasta móti. Þeir eru vel spilandi með nokkrar mjög góða leikmenn. Við gerðum mjög vel í þessum leik, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum 11 stigum yfir og allt í blóma. Stjörnumenn skelltu svæðisvörn á okkur og eitthvað gerðist hjá mínum mönnum(sem er þekkt) á móti svæðisvörninni. Þeir hættu að sækja á körfuna og fór að hika. Það kann ekki góðri lukku að stýra og náðu Stjörnumenn að minnka forskotið smátt og smátt. Á endanum voru það Stjörnumenn sem sátu uppi sem sigurvegarar og unnu þeir leikinn 41 – 39. Við skoruðum 12 stig í seinni hálfleik og vorum frekar óánægðir með það. Leikurinn var samt sem áður prúðmannlega spilaður og á stórum köflum var boltinn sem liðin voru að spila frábær.

Svona leið mótið heilt yfir, við góðir í fyrri hálfleik og fengum á okkur pressu og svæðisvörn í seinni hálfleik og hörfuðum frá því sem við erum góðir í. Fórum að gera hlutina og erfiða og allt þar frameftir götunum. Það er því alveg á tæru að við munum fara yfir svæðisvörnina og spila á móti henni næsta mánuðinn eða svo og mæta klárir í allt á næsta mót.

Leikur númer tvö var á móti Breiðablik, við spiluðum vel og prófuðum nýja vörn á þá sem gékk frábærlega. Allir fengu að spreyta sig mikið í þeim leik. Hittnin var að stríða okkur í þessum leik og skoruðum við aðeins 34 stig á móti 42 frá gestunum. Stærsta tapið okkar á mótinu kom því á móti blikum. Liðið sem við höfum verið hársbreidd frá því að vinna á síðustu tveimur mótum. Tökum þá næst!!

Þriðji leikurinn var svo á móti ÍR, það var orðið ljóst að ef við ætluðum að halda okkur uppi í B-riðli þurftum við að vinna þá. Sem og við gerðum. Í þessum leik vorum við að spila frábærlega og gerðum nánast allt rétt. Virkilega gaman að fylgjast með strákunum spila og sjá baráttuna í vörninni. Sú bárátta kemur liðum langt! 55 – 47 endaði leikurinn og við nánast öruggir aðeins með flóknustu stærðfræðiformúlum myndum við falla úr riðlinum.

Fjórði leikurinn var svo á móti Þór Ak. þeir eru með rosalega jafnt og skemmtilegt lið. Snæfellsstrákarnir voru þó ekkert hræddir (að minnsta kosti ekki í fyrri hálfleik) við þórsara. 14 – 0 kafli í byrjun kom okkur í of þægilega stöðu. Þegar flautað var til hálfleiks vorum við með 19 stiga mun. 33 – 14 fyrir okkur. Þá byrja þórsarar að pressa og spila töluvert harðar en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Forskotið fór minnkandi og við fórum að hugsa um dómarana og hvorn annan í stað þess að þjappa okkur saman sem lið og spila okkar bolta. Leikurinn endaði 42 – 48 fyrir Þór Ak. og við frekar svekktir enda lögðum við okkur alla fram í því að vinna þá. Frábær fyrri hálfleikur enn og aftur en seinni töluvert lakari.

Það besta við þetta mót er að við eigum eitt mót eftir á þessu tímabili og vitum nákvæmlega hvað við þurfum að æfa og laga fyrir það. Strákarnir eru strax byrjaðir að æfa fyrir næsta mót og munu þeir án efa mæta dýrvitlausir á það mót. Við ætlum okkur að taka stökkið og vinna fleiri leiki en einn. Við erum búnir að bæta okkur rosalega mikið í vetur og erum orðnir rosalega vel spilandi og varnarlega búnir að bæta skilning um heilan helling.

Þeir sem spiluðu á mótinu voru:
(úr 9. bekk)
Andri Þór Hinriksson
Aron Ingi Hinriksson
Benedikt Breki Baldvinsson
Dawid Einar Karlsson
Tómas Helgi Baldursson
(úr 8. bekk)
Eiríkur Már Sævarsson
Kristófer Tjörvi Einarsson
Valdimar Ólafsson
Vignir Steinn Pálsson
Viktor Brimir Ásmundsson

Okkur langar að þakka Petreu, Emilíu og Ella fyrir alla hjálpina á ritaraborðinu um helgina.
Myndirnar tók Haukur Páll Kristinsson – takk fyrir þær!

Með körfuboltakveðjum,
Gunnlaugur Smárason þjálfari 9. flokks drengja