http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/14017_10204172149603802_1285431111491131914_n.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/14017_10204172149603802_1285431111491131914_n.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/14017_10204172149603802_1285431111491131914_n.jpgStórsigur og deildameistaratitill á loft

Stórsigur og deildameistaratitill á loft

Deildarmeistarar Snæfells tóku á móti Hamri í dag í Dominosdeild kvenna og einnig tóku þær á móti titlinum fyrir deildameistarann. Hamarsstúlkur hins vegar sloppnar við falldrauginn og hafa staðfest
Snæfell byrjuðu ákafar 8-0 en Hamarsstúlkur ætluðu ekki að láta brjóta sig niður svo auðveldlega og bættu í 8-5. Snæfell gerðu slatta af sóknar mistökum og voru að reyna við hluti sem þær réðu ekki við og misstu boltann frá sér. Hamar gat þar með haldið í við heimastúlkur 15-10 um miðjan fyrsta hluta. Snæfell bættu þó í seinni hluta leiddu 26-13.

11049450_10204172132843383_7935749196566652697_n

Snæfell skellti í 11-0 kafla og voru komnar í 37-13 áður en Hamar setti stig á töfluna en þá voru rúmar fimm mínútur liðnar af öðrum fjórðung. Silja Katrín kom Snæfelli í 40-15 með þrist og aldrei í kortunum að Snæfell ætlaði sér að vera með slakann taum í leiknum og leiddu 44-19 í hálfleik.

14707_10204172127163241_5302697370332868784_n

Kristen McCarthy var þegar búin að tryggja tvennuna 19 stig og 10 fráköst. Hildur Sig var komin með 9 stig og Berglind Gunnars 7 stig. Í liði Hamars var Sydnei Moss komin með 9 stig og Sóley Gíslína 5 stig.
Munurinn var orðinn 33 stig deildarmeisturunum í hag 56-23 og lítið bit á móti þegar þriðji fjórðungur var hálfnaður. Kristen vantaði þarna 3 stolna bolta til að sækja þrennuna. Snæfelli var með forystu 66-33 fyrir lokafjórðung leiksins. Snæfell voru komnar í 40 stiga forystu 86-46 og lítið við það að bæta. Lokatölur urðu 88-53.

11049450_10204172132843383_7935749196566652697_n

Snæfell: Kristen McCarthy 25/12 frák/4 stoðs/7 stolnir. Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/8 frák/4 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 11/8 frák/5 stoðs. Berglind Gunnarsdóttir 11/6 frák/4 stoðs. Helga Hjördís 6. Alda Leif 5/5 frák. Silja Katrín 5/3 frák. María Björnsdóttir 4. Anna Soffía 2. Hugrún Eva 2/5 frák. Rebekka Rán 0. Rósa Kristín 0.

Hamar: Heiða Björg 15/5 frák/4 stolnir. Sidney Moss 14. Þórunn Bjarnadóttir 11/5 frák. Sóley Gíslína 7. Katrín Eik 2/5 frák. Salbjörg Sævarsdóttir 2/5 frák/4 stoðs. Hafdís Ellertsdóttir 2/4 frák. Jóna Sigríður 0. Helga Vala 0.

Myndir – Sumarliði Ásgeirsson
Símon B Hjaltalín