http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/05/Skessuhorn-2640.jpgSiggi og Hildur best!

Siggi og Hildur best!

Lokahóf Snæfells var haldið þann 30. apríl í brakandi blíðu í Hólminum. Kvöldið var þægilegt og gott eins og hópnum er einum lagið. Á boðstólnum var lambavöðvi með bernaise að hætti Inga Þórs, Hermundur (sitjandi formaður) var yfirgrillari og brást honum ekki bogalistin frekar en fyrridaginn. Alda og Siggi skelltu svo í kökur að hætti hússins, þær voru ekki að lakari gerðinni. Sem sagt frábær matur sem var í boði.

Karla og kvennaliðin sáu um skemmtilegar verðlauna afhendingar og voru ýmiss konar tilnefningar sem komu fram þar. Sem dæmi voru bestu afsakanir, bubble boy, fyrirsæta ársins verðlaunuð ásamt fleirum.

 

Myndband sem Gunnlaugur setti saman var sýnt og mátti sjá gæsahúð ferðast um líkama viðstaddra.

Aðalatriði kvöldsins var þó þegar Ingi Þór og aðstoðarmenn hans þeir Baldur Þorleifs og Gunnlaugur Smára stigu fram á gólfið og tilkynntu val á leikmönnum ársins.

Skessuhorn-2667Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir

Skessuhorn-2665Besti varnarmaður: Gunnhildur Gunnarsdóttir

Skessuhorn-2663Besti ungi leikmaðurinn: Rebekka Rán Karlsdóttir

Skessuhorn-2664Mestu framfarir í úrslitakeppninni: Hugrún Eva Valdimarsdóttir

Skessuhorn-2669Besti leikmaður: Sigurður Ágúst Þorvaldsson

Skessuhorn-2668Besti varnarmaður: Sveinn Arnar Davíðsson

Skessuhorn-2674Besti ungi leikmaðurinn: Snjólfur Björnsson

Að lokum fengu 3 viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu félagsins. Svokallaða #Takk skildi frá stjórnarmönnunum Davíð og Hermundi. Það voru þau Alda Leif Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Pálmi Freyr Sigurgeirsson, en þau hafa öll ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæsilegan feril.
Skessuhorn-2671

Sett var saman smá #Takk myndband fyrir þau.

Skessuhorn-2670Rabbi var heiðraður fyrir góð störf í kringum liðin.

KKD. Snæfells þakkar fyrir sig þetta árið og minnir á happdrættismiðana sem hægt er að kaupa hjá leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum. Glæsilegir vinningar eins og alltaf, flugferðir, iPhone 6 og margt margt fleira.

Myndir – Sumarliði Ásgeirsson
Myndbönd – Gunnlaugur Smárason
Lag (tímabilið 2014/2015) – Páll Óskar
Lag (#TAKK) – Frikki Dór
Áfram Snæfell