Austin Magnús Bracey áfram í Snæfell
Austin Magnús Bracey og Körfuknattleiksdeild Snæfells hafa undirritað eins árs samning og Austin mun þá leika sitt annað keppnistímabil með Snæfell. Auk þess að leika með Snæfell mun Austin áfram þjálfa yngriflokka.
Austin Magnús skoraði 17.5 stig að meðaltali í leik og gaf 4.2 stoðsendingar fyrir Snæfell á síðasta tímabili.
Frekari undirritanir eru framundan hjá Snæfell körfu og munum við upplýsa ykkur um stöðu mála.
Þetta eru frábærar fréttir og erum við í Snæfell gríðarlega ánægð að hafa haldið þessum frábæra leikmanni í okkar herbúðum. Hann er fyrirmynd bæði innan og utan vallar.
Sjáumst í haust Austin 🙂
Áfram Snæfell