Fleiri góðar fréttir!

Fleiri góðar fréttir!

Sigurður Ágúst samdi við körfuknattleiksdeild Snæfells í kvöld til tveggja ára en landsliðsmaðurinn er í miðjum undirbúningi með karlalandsliðinu fyrir Smáþjóðaleikana sem hefjast eftir helgi.

Sigurður var á dögunum valinn besti leikmaður Snæfells á lokahófi liðsins, en liðið endaði í 9.sæti á síðasta tímabili og er metnaður hjá stjórn, þjálfurum og leikmönnum að gera betur á næstkomandi tímabili í Dominosdeildinni.

Á dögunum skrifaði Austin Magnús Bracey undir samning og virðist vera að komast betri mynd á liðið.

Á myndinni: Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður Snæfells, Sigurður Ágúst Þorvaldsson og Gunnar Svanlaugsson eftir undirskriftina. (Sjá má að Sigurður er stoltur Arsenalaðdáandi og er stoltur eftir úrslit dagsins).