Gistiver til liðs við Snæfell

Gistiver til liðs við Snæfell

Fleiri gleði tíðindi berast úr herbúðum Snæfells, þrír leikmenn hafa framlengt samninga sína eins og áður hefur komið fram og vonandi fleiri samningar á leiðinni en nú er komið að samstarfsaðila að gangi til liðs við Snæfell. Það er því mikil ánægja að kynna hið öfluga félag Gistiver til leiks.

Nú í morgun gerðu Körfuknattleiksdeild Snæfells og Gistiver öflugan samstarfssamning til 3ja ára. Það er mikilvægt skref í átt að toppnum að landa svona góðum samning. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir leikmenn Snæfells starfað hjá þessu flotta félagi sem Gréta hefur komið á laggirnar hér í bæ. Þessi samningur gerir ráð fyrir því að svo verði áfram. Þess má geta að Gistiver rekur meðal annars hið glæsilega Hótel Egilsen sem er fallegt og sögufrægt hús í hjarta bæjarins, einnig er Hótel Búðir í eigu Gistivers en Hótel eru tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í aðeins tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið er staðsett á suðvestanverðu Snæfellsnesi í nágrenni við helstu náttúruperlur Íslands.

Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar fagnar mjög þessum samningi og hlakkar til að vinna áfram sem hingað til með góðu fólki Gistivers.

Á myndinni eru Gréta Sigurðardóttir, hótelstýra og Gunnar Svanlaugsson, formaður KKD. Snæfells.