Sara Diljá Sigurðardóttir til liðs við Snæfell

Sara Diljá Sigurðardóttir til liðs við Snæfell

Íslandsmeistarar Snæfells fengu í dag góðan liðsstyrk þegar að Sara Diljá Sigurðardóttir skrifaði undir eins árs samning.

Sara Diljá hefur leikið með Val og í fyrra var hún á venslasamningi með Stjörnunni 1.deildinni.

Sara Diljá er á leið út í fyrramálið með U20 ára liði kvenna til Danmerkur þar sem þær leika þrjá leiki á Norðurlandamóti.

Snæfell býður Söru Diljá velkomna.

Mynd: Sara Diljá og Gunnar Svanlaugs formaður kkd. Snæfells handsala samninginn