http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/08/Haiden-Palmer.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/08/Haiden-Palmer.jpgHaiden Palmer til Snæfells

Haiden Palmer til Snæfells

Íslandsmeistarar Snæfells hafa náð samningum við öflugan leikmann í kvennaliðið. Daman heitir Haiden Palmer og lék hún með Gonzaga háskólanum þar sem hún skoraði 19.5 stig að meðaltali, tók 5 fráköst, gaf 3.5 stoðsendingar og stal 2.5 boltum í leik. Í fyrra lék hún í Ísrael þar sem hún var með 15.1 stig, 7.2 fraköst og gaf 3.3 stoðsendingar asamt þvi að stela 2.3 boltum í leik.

Haiden er leikstjórnandi 173cm á hæð. Pappírsvinnan er á fullu og verður hún vonandi komin til liðs við leikmannahóp Snæfells fyrir miðjan September mánuð.

Haiden Palmer_2

Haiden Palmer_1