Fimm Hólmarar skrifa undir hjá karlaliði Snæfells

Fimm Hólmarar skrifa undir hjá karlaliði Snæfells

Það var ánægjulegt að sjá uppalda Hólmara skrifa undir í kvöld en Gunnar Svanlaugsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar skrifaði undir við fimm leikmenn.

Það eru þeir Birkir Freyr Björgvinsson, Óskar Hjartarson, Jóhann Kristófer Sævarsson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Viktor Marínó Alexandersson.

Birkir og Óskar léku með Aftureldingu á síðustu leiktíð með námi í Reykjavík en Jóhann Kristófer, Viktor Marínó og Hafsteinn Helgi eru allir að koma uppúr drengjaflokki.

Þeir Birkir og Óskar voru að koma inní æfingahópinn en þeir voru að klára önnur verkefni.