Sigur í fyrstu tveimur leikjum hjá unglingaflokk kvenna

Stelpurnar okkar í unglingaflokki sigruðu Fjölni örugglega á heimavelli 82-57 18. október en í dag sóttu stelpurnar Grindavík heim. Öruggur sigur urðu lokatölu 37-66.

Báðum liðum gekk illa að skora í upphafi leiks en Grindavík náðu 4-0 áður en 7 stig komu í röð frá Snæfell. Stelpurnar leiddu 7-14 eftir fyrsta leikhluta. Sara Diljá skoraði 3 fyrstu stigin í öðrum leikhluta en Grindavík náðu að minnka muninn í 13-17 og svo 20-21 þar sem Snæfellsstúlkunum var fyrirmunað að klára færin sín. Staðan í hálfleik var 20-23. Sara Diljá var með 9 stig og Rebekka Rán 5.

Í upphafi þriðja leikhluta opnaði Andrea Björt stigaskorið með stolnum bolta og stálu stelpurnar tveimur boltum í viðbót og tveir þristar frá Andreu og Önnu Soffíu komu Snæfell í 22-33, staðan eftir þrjá leikhluta 28-38. Stelpurnar áttu svo frábæran fjórða leikhluta þar sem Hrafnhildur Magnúsdóttir skoraði 4 stig en Rebekka Rán smellti niður 13 stigum í leikhlutanum og var að leika vel. Lokatölur 37-66.

Stigaskor Snæfell: Rebekka Rán Karlsdóttir 20 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 17, Sara Diljá Sigurðardóttir 12, Andrea Björt Ólafsdóttir 7, Hrafnhildur Magnúsdóttir 6 og Kristín Birna Sigfúsdóttir 4.

Næsti leikur hjá stelpunum er heimaleikur gegn Hamarsstúlkum 1. nóvember klukkan 16:00.

Snæfell - Fjölnir (ungl. fl. st.)

Snæfell – Fjölnir (ungl. fl. st.)