Dagsskrá Snæfells næstu daga

Það er svo sannarlega af mörgu að taka þegar litið er yfir dagsskrá Snæfells.

Í kvöld er leikur í Dominosdeild-karla. Að þessu sinni liggur leið meistaraflokksins í Mustad-höllina þar sem lið Grindavíkur tekur á móti okkar mönnum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má auðvitað búast við að Grindvíkingar ætli sér að verja sinn heimavöll.

Á laugardaginn er svo komið að næsta leik í Dominosdeild-kvenna. Meistaraflokkur Snæfells tekur á móti liði Keflavíkur og má hér einnig búast við hörku viðureign í hæsta gæðaflokki. Hefst sá leikur klukkan 17:00 og má til gamans geta að tímanum var breytt til þess að sjónvarpa leikinn. Útsending hefst á Stöð2 Sport klukkan 16:55.

Snæfell - Keflavík, lau. 31.okt. kl. 17 í Íþróttarmiðstöð Stykkishólms

Snæfell – Keflavík, lau. 31.okt. kl. 17 í Íþróttarmiðstöð Stykkishólms

.

Á sunnudaginn fara síðan fram tveir heimaleikir til viðbótar. Klukkan 12:00 tekur unglingaflokkur kvenna á móti Hamri frá Hveragerði og klukkan 20:00 etur drengjaflokkur Snæfells kappi við lið Stjörnunar úr Garðabæ. (ATH. DRENGJAFLOKKSLEIKNUM HEFUR VERIÐ AFLÝST!)

Á mánudaginn fáum við síðan eitt stykki bikarleik í Hólminn. Um er að ræða viðureign í 32ja liða úrslitum Poweradebikarsins þar sem meistaraflokkur Snæfells mætir Haukum í annað skipti á þessu tímabili. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttarmiðstöðinni.

Snæfell - Haukar, 2. nóv. kl. 19:15 í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Snæfell – Haukar, 2. nóv. kl. 19:15 í Íþróttamiðstöð Stykkishólms

Að lokum viljum við minna áhugasama á fésbókarsíðu okkar…SJÁUMST Á VELLINUM!

Áfram körfubolti! Áfram Snæfell!