Góður sigur á Hamarsstúlkum

Góður sigur á Hamarsstúlkum

Stelpurnar voru búnar að sigra Fjölni á heimavelli 82-57 og Grindavík á útivelli 37-66. Hamarsstúlkur höfðu tapað sínum tveimur leikjum fyrir leikinn.

Anna Soffía opnaði leikinn á góðri körfu en hún skoraði 9 af 13 stigum liðsins í fyrsta leikhluta. Staðan 13-7 eftir fyrsta leikhluta. Sara Diljá tók yfir stigaskorunina en hún smellti niður 11 stigum í röð. Andrea Björt var að spila flotta vörn á Jónu hjá Hamar og staðan í hálfleik 30-17. Rebekka Rán stýrði leiknum og þær Hrafnhildur og Kristín Birna stóðu sig vel. Theodóra Ægisdóttir var að leika sinn fyrsta leik með unglingaflokki og stóð hún sig mjög vel. Hamarsstúlkur voru komnar 42-22 undir en þær neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í 44-33 þegar að þriðja leikhluta lauk. Þær héldu áfram að sækja að heimastúlkum og minnkuðu muninn í 48-42 og aftur 52-44. Hrafnhildur smellti þá niður þriggja stiga körfu og leikurinn á ís. Lokatölur 59-48.

Stelpurnar leika næst gegn sterku liði Hauka í Hafnarfirði sunnudaginn 8. nóvember klukkan 15:45. Haukastúlkur hafa unnið alla sína fjóra leiki með miklu yfirburðum.

null