Tap í Smáranum

Tap í Smáranum

Stelpunar í unglingaflokki kvenna sem sigruðu fyrstu þrjá leiki sína og töpuðu fyrir sterku liði Hauka, töpuðu fyrir Blikastúlkum 54-44 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 28-23 í hálfleik. Stigahæst var Rebekka Rán Karlsdóttir með 22 stig.

Blikastúlkur voru sterkari aðilinn í leiknum og leiddu með 2-6 stigum, Snæfellsstúlkum var fyrirmunað að skora og var það alveg sama úr hvaða færi það var, boltinn vildi ekki niður. Með ágætum varnarleik héldu stelpurnar sér í leiknum og voru einsog áður sagði 28-23 í hálfleik. Blikar náðu svo 12 stiga forystu í byrjun fjórða leikhluta en þá vöknuðu Anna Soffía Lárusdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir að raða niður körfum og minnkuðu stelpurnar muninn í 48-44 en 6 síðustu stig leiksins voru Blika og tíu stiga tap staðreynd 54-44.

Stelpurnar upplifðu undarlegar uppákomur í leiknum og stýrðu dómarar leiksins þeim uppákomum.

Stigaskor: Rebekka Rán Karlsdóttir 22 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 16, Sara Diljá Sigurðardóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Theodóra Ægisdóttir 0 og Lísbet Rós 0.

Stigahæst hjá Blikum var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir með 17 stig.

Næstu leikir