Öruggur sigur á Tindastólsstúlkum

Öruggur sigur á Tindastólsstúlkum

Eftir sárt tap gegn Blikastúlkum á útivelli mættu okkar dömur Tindastól á heimavelli laugardaginn 28. nóvember. Rebekka Rán byrjaði leikinn með þrist sem gaf tóninn fyrir framhaldið. Stelpurnar náðu 9-0 og leiddu 13-4 eftir fyrsta leikhluta. Theodóra skoraði 4 stig í leikhlutanum. Í öðrum leikhluta héldu stelpurnar að leiða leikinn og skoraði Hrafnhildur 6 stig í leikhlutanum einsog Sara Diljá. Staðan í hálfleik 31-14.

Anna Soffía Lárusdóttir sem var veik daginn fyrir leikinn og lék leikinn mjög slöpp reif sig upp, skoraði 3 stig í fyrri hálfleik en sallaði 11 stigum í þriðja leikhluta. Frábær leikhluti hjá stelpunum sem leiddu 57-20 fyrir 4. leikhluta. Stelpurnar voru að leika ágætis vörn sem skapaði auðveldar körfur og sigurinn löngu kominn í raun. Lokatölur 70-32.

Þetta var síðasti leikur unglingaflokks kvenna en þær hafa unnið 4 leiki og tapað 2.

Stigaskor Snæfells: Anna Soffía Lárusdóttir 20 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 16, Sara Diljá Sigurðardóttir 12, Theodóra Ægisdóttir 10, Hrafnhildur Magnúsdóttir 7, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir 3 og Andrea Björt Ólafsdóttir 2.

Stigaskor Tindastóls: Telma Ösp 10, Guðlaug 9, Kolbrún 8, Jóna María 3, Ásdís Helga 2, Sunna 0, Hrafnhildur 0.