Siggi og Óli frá vegna meiðsla

Siggi og Óli frá vegna meiðsla

Sigurður Ágúst Þorvaldsson hefur átt við kálfameiðsli síðan í leiknum gegn Njarðvík 18. október og rétt getað jafnað sig á milli leikja. Nú er komið að sjúkraþjálfari stoppaði Sigurð af og mun hann þurfa að hvíla fram yfir áramót til að ná að jafna sig.

Það er því ljóst að Snæfell mun leika án Sigurðar gegn Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn.

Óli Ragnar er einnig meiddur en hann meiddist í leiknum gegn ÍR þar sem hann meiddist á rist. Það er alveg óvíst hversu lengi Óli Ragnar verður frá.

Næstu heimaleikir:

Snæfell – Grindavík (Domino’s deild kvenna)

Snæfell – Þór Þ. (Domino’s deild karla)