http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/04/Snaefell_Islandsmeistarar-45.jpgHÓLMURINN HEILLAÐI – Ný heimildarmynd um kvennakörfuboltan í Stykkishólmi

HÓLMURINN HEILLAÐI – Ný heimildarmynd um kvennakörfuboltan í Stykkishólmi

Körfuknattleiksdeild Snæfells frumsýndi í gær myndina „Hólmurinn heillaði“ eftir Garðar Örn Arnarson en hún fjallar um Íslandsmeistaratitla Snæfellsstúlkna árin 2013-2014 og 2014-2015.

Rúmlega 40 manns voru á léttri frumsýningu myndarinnar sem fór fram í matsal Skipavíkur í Stykkishólmi. DVD diskurinn inniheldur tvo diska, annars vegar mynd sem segir stuttlega frá sögu kvennakörfu Snæfells og síðan titlunum tveimur. Á aukadisknum eru svo leikur 3 gegn Haukum 2014 og leikur 3 gegn Keflavík 2015.

Stjórn deildarinnar eru mjög stolt af þessari útgáfu og er sala á disknum nú þegar hafin. Leikmenn munu labba í hús og selja myndina en einnig er hægt að kaupa myndina og fá hana senda heim.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast eintak með því að fá það sent heim eru vinsamlegast beðnir um að gera eftirfarandi:

1. Skref: leggja 2000 kr. inná 0309-26-994 kt. 600269-6079 og setja staðfestingu á netfangið snaefellbasket@gmail.com.

2. Skref: senda tölvupóst á netfangið snaefellbasket@gmail.com (Viðfangsefni: Hólmurinn heillaði) þar sem kemur fram…

Nafn:
Heimilisfang:
Póstnúmer:
Símanúmer:

Við erum einnig að bjóða uppá tilboð fyrir þá sem ekki eiga „Leiðin okkar allra“ þar sem fjallað er um Bikar- og Íslandsmeistaratitil karlaliðs Snæfells árið 2010.
Báðir diskarnir fást saman á 3000 kr.

DVD Cover Snæfell