http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/01/12466344_10153814804745119_1576317652153558383_o.jpgKörfuboltaveisla í Hólminum – Snæfellsfólk stendur vaktina af alúð

Körfuboltaveisla í Hólminum – Snæfellsfólk stendur vaktina af alúð

Stuðningsfólk Snæfells brást við kalli körfuknattleiksdeildarinnar

Sannkölluð körfuboltaveisla átti sér stað í Hólminum í gær þegar meistaraflokkur kvenna tók á móti Haukum úr Hafnarfirði og meistaraflokkur karla á móti Hetti frá Egilsstöðum.

Stuðningfólk Snæfells lét sig ekki vanta í þessa veislu og fjölmennti á báða leiki til að styðja liðin sín til sigurs.

Í ljósi þess að hér var um að ræða krefjandi og orkufrekt verkefni var gripið til þess ráðs að ræsa út grillteymi körfuknattleiksdeildarinnar sem sá til þess að grillaðir voru Snæfellsborgarar af mikilli fagmennsku.

Báðar viðureignirnar mikilvægar fyrir Snæfell

Í fyrri leik kvöldsins var tekist á um fyrsta sætið í Dominosdeild kvenna en seinni viðureignin snérist hvorki meira né minna um aframhaldandi tilverurétt í Dominosdeild karla.

Leikirnir áttu það sameiginleg að síðustu viðureignirnar á milli þessara liða voru Snæfellsfólki í hag. Snæfellsstúlkur unnu sinn síðasta leik á móti Haukum í Hólminum með 10 stiga mun (75-65) en strákarnir unnu nauman 2 stiga sigur á Egilstöðum (60-62) í sinni siðustu viðureign við Hattarmenn.

Snæfellsstúlkur mættu einbeittar til leiks

Snæfellsstúlkur voru greinilega harðákveðnar í að endurtaka sigur á móti Haukum. Nánast frá upphafi til enda var það áberandi öflugur varnaleikur Snæfells sem kom Haukum úr jafnvægi og skilaði Snæfelli á endanum verðskuldaðan 14 stiga sigur (84-70).

Naumur sigur er líka sigur

Strákarnir náðu ekki að koma Hattarmönnum úr jafnvægi og því þurfti að berjast þangað til í blálokin fyrir naumum 1 stigs sigri (90-89).

Ljóst er að hér var um mjög mikilvægan sigur að ræða og er það ekki síðst þeim 17 stigum frá bekknum að þakka að stuðningfólk Snæfells gat fagnað tvöföldum sigri í gær.

Snæfell í fjölmiðlum

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hinum ýmsum fjölmiðlum fjalla í auknum mæli um íslenskan körfubolta.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því er birtist um tvíhöfðan í gær (Athugið: hér er alls ekki um tæmandi lista að ræða).

 

„Umfjöllun og viðtöl: Snæfell 90 – 89 Höttur | Mikilvægur sigur hjá Snæfelli í Stykkishólmi“

„Umfjöllun og viðtöl: Snæfell 87 – 70 Haukar | Snæfellssigur í toppslagnum“

„Naumur sigur Snæfells gegn Hetti“

„Frábær sigur Snæfells á Haukum“

„Snæfell hafði betur í toppslagnum“

„Lokaskotið fór ekki niður og Snæfell vinnur“

„Snæfell tók toppslaginn“

„Úrslit: Snæfell sigraði Hött í spennuleik“

„Úrslit: Snæfell flengdi Haukana“

Gunnhildur Gunnarsdóttir valin Íþróttarmaður ársins hjá Snæfell

Síðast en ekki síst ber að geta þess að Gunnhildur Gunnarsdóttir var valin íþróttarmaður ársins. En nánar verður fjallað um það seinna…

Áfram Snæfell!

Hér má sjá Jón Pál Gunnarsson sækja að körfuni (Mynd: Eyþór Benediktsson)