Unglingaflokkur kvenna vinnur Breiðablik í 8-liða úrslitum

Unglingaflokkur kvenna vinnur Breiðablik í 8-liða úrslitum

Stelpurnar í unglingaflokki kvenna fengu vinalið okkar Breiðablik í heimsókn í 8-liða úrslitum bikarkeppni yngriflokkanna í Stykkishólm mánudaginn 18. janúar. Liðin höfðu mæst einu sinni áður í vetur þar sem Blikastúlkur sigruðu á sínum heimavelli.

Snæfellsstúlkur voru án Hrafnhildar sem hefur verið með lungnabólgu og ekki getað spilað. Silja Katrín var á gólfinu með Snæfell í fyrsta skipti í vetur og skilaði sínu hlutverki vel. Leikurinn fór vel af stað fyrir hólmara þar sem Anna Soffía og Sara Diljá settu niður sitt hvorn þristinn í byrjun og gáfu tóninn. Blikastúlkur með Elínu Hrafnkels í stuði komust yfir 9-10 en Snæfell leiddu 12-10 eftir fyrsta leikhluta. Sara Diljá fékk þrjár villu á fyrstu fimm mínútunum og skipti Ingi Þór þjálfari um vörn til að halda dömunni inná. Rebekka Rán sem átti frábæran leik nelgdi niður 8 stigum í röð og Snæfell náðu 13-0 kafla sem skilaði þeim forystu í hálfleik 32-30.

Í þriðja leikhluta fór Andrea Björt úr ökklalið en hún er alveg mögnuð, smellti honum í lið og hélt áfram að spila, þvílíkur nagli. Varnarleikurinn hjá stelpunum var góður og Blikar í vandræðum hvað eftir annað. Lítið var skorað í leikhlutanum þar sem sitthvor 8 stigin komu hjá báðum liðum og munurinn því áfram 12 stig eftir þrjá leikhluta. Rebekka Rán og Anna Soffía sáu um stigaskorið í upphafi fjórða leikhluta og leiddu stelpurnar í tvígang með 15 stigum, vel studdar af eldri leikmönnum Snæfellsliðsins. Blikastúlkur náðu smá áhlaupi en Teodóra Ægis smellti þá niður þrist og afgreiddi leikinn fyrir Snæfell. Lokatölur 56-42 og stelpurnar komnar áfram í undanúrslit þar sem þær fengu heimaleik gegn Njarðvíkurstelpum.

Stigaskor Snæfells: Anna Soffía Lárusdóttir 19 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Sara Diljá Sigurðardóttir 12, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Teodóra Ægisdóttir 5, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, Thelma Hinriksdóttir 0, Aníta Ýr Bergþórsdóttir 0, Emilía Ósk 0.
Stigaskor Breiðabliks: Elín Hrafnkels 17 stig, Hafrún 9, Arndís Þóra 6, Katla Marín 3, Aníta Rún 3, Kristín Rós 2, Ísabella Ósk 2, Snædís Birna 0, Eyrún Ósk 0 og Bergdís Gunnars 0.