Snæfellsstelpurnar í unglingaflokki komnar í bikarúrslit

Snæfellsstelpurnar í unglingaflokki komnar í bikarúrslit

Snæfellsstelpurnar í unglingaflokki komnar í bikarúrslit

Stelpurnar í Snæfell gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkurstúlkur á heimavelli í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 62-49. Stelpurnar mæta annað hvort Hamar eða Keflavík en þau lið leika á mánudag. Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst með 25 stig en næst kom Sara Diljá Sigurðardóttir með 13. Hjá Njarðvík var Svanhvít Ósk stigahæst með 10 stig.

Þessi lið hafa ekki og munu ekki mætast aftur í unglingaflokki kvenna þar sem Njarðvíkurstúlkur eru með lið í stúlknaflokki og svo í meistaraflokki.
Heimastúlkur sátu hjá í 16-liða úrslitum en sigruðu Breiðablik á heimavelli 56-42 18. Janúar 2016. Njarðvíkur stúlkur siguruðu Ármann/Val í 16-liða úrslitum 64-61 og svo Grindavík í 8-liða úrslitum 63-52.

Sara Diljá opnaði leikinn á körfu og fékk víti að auki, Andrea Björt kom Snæfell í 8-2 og Rebekka Rán tók þá yfir stigaskorið í fyrsta leikhluta og setti niður 9 stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 17-7 Snæfell í vil. Svanhvít Ósk hjá Njarðvík skoraði sex stig í röð fyrir Njarðvík en Silja Katrín svaraði strax með góðum þrist. Andrea Björt reif niður fráköstin og spilaði hörku vörn. Þannig gekk leikhlutinn fyrir sig, ef Njarðvík ætluðu sér eitthvað nær þá svöruðu heimastúlkur því í snatri. Snæfellsstúlkur spiluðu oft á tíðum fína vörn og þvinguðu Njarðvíkurstelpurnar í erfið skot, staðan í hálfleik 38-25.

Í síðari hálfleik komu Njarðvíkurstelpurnar grimmari til leiks með pressuvörn að vopni og svæðisvörn í bland. Þær skoruðu fyrstu fjögur stig leikhlutans og staðan 38-29. Anna Soffía kom þá með 5 stig í röð áður en Njarðvík svöruðu 0-5 og staðan 43-34. Rebekka Rán og Sara Diljá sáu til þess að Snæfell leiddu 50-34 eftir þrjá leikhluta með góðum kafla í lok leikhlutans.

Njarðvíkur stelpurnar náðu ekki að ógna þessari forystu heimastúlkna og fengu allir leikmenn tækifæri á að spila ásamt því að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum sem fara fram um næstu helgi.

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 25 stig, Sara Diljá Sigurðardóttir 13, Andrea Björt Ólafsdóttir 10, Anna Soffía Lárusdóttir 8, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Theodóra Ægisdóttir 2, Kristín Birna Sigfúsdóttir 1, Lísbet Rós 0, Aníta Ýr Bergþórsdóttir 0, Emelía Jónsdóttir 0.

Stigaskor Njarðvíkur: Svanhvít Ósk 10, Hera Sóley 9, Júlía Scheving 8, Svala Sigurðar og Katrín Fríða 6, Elísabet Sigríður og Birta Rún 4, Hulda Ósk 2, Aníta Carter 0, Nína Karen 0, Þóra Jónsdóttir 0, Karen Dögg 0.