Tap fyrir Haukum í jöfnum leik

Tap fyrir Haukum í jöfnum leik

Snæfellsstúlkurnar í unglingaflokki hafa nóg að gera í landsleikjahléinu en í dag mættu Haukastúlkur í heimsókn i Stykkishólm. Haukar unnu fyrri leikinn 72-52 á Ásvöllum en í dag réðust úrslitin á lokamínútunni, lokatölur 52-57 fyrir Hauka. Stigahæst hjá Snæfell var Rebekka Rán með 18 stig en hjá Haukum var Sólveig stigahæst með 18 stig.

Rebekka Rán opnaði leikinn með þrist og Snæfell leiddu í fyrsta leikhluta og í lok þess 14-12. Í öðrum leikhluta náðu Sólveg og Rósa að skora vel fyrir Haukastúlkur en Anna Soffía setti niður tvo stóra þrista sem jafnaði leikinn 26-26, Þóra sem var langbesti leikmaður Hauka svaraði svo með þrist og Haukar leiddu sem leiddu í hálfleik 26-31.

Sara Diljá og Anna Soffia settu fyrstu tvær körfur seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 30-31. Rósa skoraði góða körfu úr teignum en þá komu fjögur stig í röð frá leikstjórnandanum Rebekku Rán og Snæfell komnar yfir 34-33. Haukar fengu gott framlag frá bekknum og skoraði Þórdís fimm stig á skömmum tíma fyrir gestina sem komust yfir 39-43. Sara Diljá, Anna Soffía og Rebekka Rán voru drjúgar í stigaskorun fyrir Snæfell og náðu að jafna leikinn í þrígang og staðan 47-47 eftir þrjá leikhluta.

Í fjórða leikhluta kom Þóra Haukum yfir 47-49 en Lísbet Rós minnkaði muninn í 48-49. Sólveig setti þrist úr hraðupphlaupi og Hanna skoraði svo í næstu sókn eftir mikla baráttu, staðan 48-54. Hrafnhildur skoraði svo með góðu skoti utan af velli og Sara Diljá skoraði af harðfylgi í næstu sókn á eftir, staðan 52-54. Snæfellsstúlkur náðu að stoppa í þrígang sem gáfu þeim góð tækifæri á að jafna eða komast yfir en góðir möguleikar gengu ekki upp og Sólveig setti risa þrist til að tryggja Haukum sigurinn 52-57.

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 18 stig, Anna Soffá Lárusdóttir 14, Sara Diljá Sigurðardóttir 12, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir 1, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Aníta Ýr Bergþórsdóttir 0, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, Theodóra Ægisdóttir 0 og Emilía Ósk Jónsdóttir 0.

Stigaskor Hauka: Sólveig 18 stig, Þóra 15, Rósa 8, Ragnheiður 5, Þórdís 5, Dýrfinna 4, Hanna 2, Magdalena 0, Anna Lóa 0.

Næsti leikur hjá Snæfell er þriðjudaginn 23. febrúar klukkan 19:30 gegn Grindavík í Stykkishólmi.