Unglingaflokkur kvenna vinnur Grindavík

Unglingaflokkur kvenna vinnur Grindavík

Tvífrestaður leikur á móti Grindavik fór loks fram laugardaginn 5. mars í Stykkishólmi en Snæfellsstelpurnar höfðu sigrað fyrri leik liðanna í Grindavík 37-66. Þar vantaði A-landsliðskonuna Ingunni Emblu Krístínardóttur.

Rebekka Rán Karlsdóttir opnaði leikinn á góðri körfu og Sara Diljá smellti þrist rétt á eftir. Hrund Skúladóttir minnkaði muninn í 5-4 en þá kom 12-0 kafli heimastúlkna þar sem byrjunarliðið náðu allar að skora körfur í öllum regnbogans litum.

Rebekka Rán var öflug í fyrsta leikhluta með 12 stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 27-11. Ingunn Embla var búinn að skora átta stiga af þessum ellefu. Í öðrum leikhluta setti Teódóra góða körfu og Emilía setti niður þriggja strax á eftir þar sem stelpurnar náðu tuttugu stiga forystu 32-12. Grindavík náðu að skora 13 stig gegn 4 frá Snæfellsstúlkum og staðan í hálfleik 36-25.

Í þriðja leikhluta byrjuðu stelpurnar að ná muninum uppí 14 stig en skotnýting Rebekku Rán fór ekki einsog hún er vön. Það nýttu Grindavík sér og minnkuðu muninn í 7 stig 45-38. Sara Diljá smellti niður stórum þristum og Andrea Björt setti niður körfu um leið og skotklukkan rann út og staðan 53-42 eftir þrjá leikluta.

Andrea Björt hélt áfram að setja körfu um leið og skotklukkan rann út og nú var það þriggja stiga karfa sem kom liðinu í 56-42. Hrund og Ingunn Embla voru drjúgar ásamt Sigrún Elfu og minnkuðu þær muninn hægt og bítandi þar sem skotnýting heimastúlkna var ekki góð, staðan 58-51 þegar að Anna Soffía kom með stóra körfu utan af velli og staðan 61-51.

Angela skoraði eftir stolinn bolta og þar á eftir fylgdu Hrund og Ingunn með tvær þriggja staðan allt í einu orðin 61-59 og um tvær mínútur eftir af leiknum.

Rebekka Rán tók risa sóknarfrákast og gaf á Önnu Soffíu sem skoraði úr stuttu skoti og staðan 63-59. Síðustu sóknartilraunir gestanna úr Grindavík gengu ekki upp þar sem stelpurnar gerðu mjög vel varnarlega og sigruðu Snæfellsstúlkur 64-59.

Frábær sigur hjá stelpunum!

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 17 stig (16 í fyrri), Sara Diljá Sigurðardóttir 13, Andrea Björt Ólafsdóttir 12, Hrafnhildur Magnúsdóttir 4, Emilía Ósk Jónsdóttir 3 og Teódóra Ægisdóttir 2.

Stigaskor Grindavíkur: Ingunn Embla 24 stig, Hrund 18, Sigrún 11, Halla 2, Angela 2, Viktoría 2, Arna Sif 0, Vidgís 0, Elísabet 0 Belinda 0.