Tveir leikir, tveir sigrar – Góð helgi hjá unglingaflokki kvenna

Tveir leikir, tveir sigrar – Góð helgi hjá unglingaflokki kvenna

Seinni leikur unglingaflokks kvenna þessa helgi var á sunnudaginn á móti Breiðablik.

Elín Sóley hóf stigaskorið í leiknum fyrir Blika en þá tók Anna Soffía til sinna ráða, skoraði þrettán stig í fyrsta leikhluta, allt Snæfellsliðið fylgdi vel á eftir og liðið leiddi 25-15. Rebekka Rán hóf annan leikhluta með látum og smellti niður tveimur þristum og stelpurnar náðu 16 stiga forystu 31-15. Blikastúlkur sem lentu í hrakförum á leiðinni í Stykkishólm keyrðu útaf en sem betur fór meiddist enginn. Þær skoruðu 5-14 og löguðu stöðuna fyrir hálfleik 36-29.

Í þriðja leikhluta kom Anna Soffía Snæfell yfir 39-30 með þrist en Sara Diljá sem var að rífa niður fráköstin og spila góða vörn skoraði fimm stig á skömmum tíma og staðan 46-32. Andrea Björt að spila góða vörn fyrir Snæfell. Blikastúlkur minnkuðu muninn í 52-42 með góðum körfum frá Anítu og Elínu. Rebekka Rán var á eldi og setti niður þrjár þrista í röð og staðan eftir þrjá leikhluta 55-44. Blikastúlkur minnkuðu muninn á ný í upphafi fjórða leikhluta og staðan 55-48. Anna Soffía var drjúg á þessum kafla í stigaskorun og kom hún Snæfell í 63-53. Ísabella og Hafrún skoruðu sjö stig fyrir Blika sem minnkuðu muninn í 63-59. Risa þristur frá Rebekku Rán kom jafnvægi á leik Snæfells og Sara Diljá gulltryggði sigurinn með sætum þristi, lokatölur 69-59.

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 28 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 22, Sara Diljá Sigurðardóttir 16, Aníta Ýr Bergþórsdóttir 3, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, Theódóra Ægisdóttir 0 og Emilía Ósk Jónsdóttir 0.

Stigaskor Breiðabliks: Elín Sóley 18 stig, Ísabella Ósk 11, Aníta Rún 10, Hafrún 7, Katla Marín 7, Eyrún Ósk 4, Arndís Þóra 0, Hlín 0.

Góður sigur Snæfellsstúlkna sem eru með 8 sigra og 4 töp þegar að fjórir leikir eru eftir í deildinni. Næstu leikir fara fram norðan heiða þegar að stelpurnar heimsækja Tindastól laugardaginn 12. mars klukkan 13:30. Síðan er ferðinni heitið á Akureyri þar sem Þórsarar eru heimsóttar sunnudaginn 13. mars klukkan 15:00. Viku síðar koma Þórsstelpurnar í Hólminn og leika og lokaleikurinn í deildarkeppninni er 23. mars í Keflavík klukkan 19:00.