http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/01/12471748_10153815940115119_8458552735558556947_o-150x150.jpgÖruggur sigur á Sauðarkróki

Öruggur sigur á Sauðarkróki

Veðurspáin hefur spilað stórt hlutverk í ferðalag unglingaflokks kvenna en stelpurnar fengu leiknum flýtt frá kl 13:30 til kl 10:00 svo að þær myndu komast áfram norður á Akureyri vegna veðurs. Það var því lagt af stað klukkan 05:00 þar sem Gunni Jóns og Maggi Bærings voru klárir að keyra með Inga þjálfara, topp menn.

Leikurinn fór vel af stað með fyrirliðann Rebekku Rán að smella niður skotum en hún skoraði 8 af fystu 14 stigum Snæfells og staðan 6-14 eftir um fimm mínútna leik. Tindastólsstelpurnar minnkuðu muninn í 10-14 áður en Snæfellsstelpurnar svöruðu með sex stigum í röð og þar var Anna Soffía með þrist í lok leikklukkunnar og staðan 10-20 eftir fyrsta leikhluta. Silja Katrín ruslaði niður fráköstum einsog mágur sinn og smellti niður þrist í tilefni dagsins. Snæfellsstelpurnar voru margar hverjar ekki alveg tilbúnar í stórátök en þær náðu góðu framlagi í vörninni sem skilaði þeim forystu 14-33 og 20-36 í hálfleik. Sara Diljá gekk illa að skora en hún og Andrea Björt voru mjög öflugar í vörninni.

Í þriðja leikhluta opnaði Anna Soffía leikinn með þrist og Sara Diljá bætti við sniðskoti og staðan 20-42, þannig var hún í fjórar mínútur þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Anna Soffía snéri á sér ökklann en harkaði af sér og hljóp það úr sér. Andrea Björt náði að opna aftur á stigaskorunina með góðu gegnumbroti og leiddu Snæfell 23-49 eftir þrjá leikhluta. Í fjórða leikhluta léku stelpurnar áfram af ágætis krafti og fengu allar dömurnar góð tækifæri í leiknum, sigur 35-66.

Næsti leikur er gegn Þór Akureyri á sunnudag klukkan 15:00.

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 18 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 17, Andrea Björt Ólafsdóttir 7, Teódóra Ægisdótir 7, Silja Katrín Davíðsdóttir 6, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, Kristín Birna Sigfúsdóttir 4, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir 2, Hranfhildur Magnúsdóttir 0, Aníta Ýr Bergþórsdóttir 0, Emilía Ósk Jónsdóttir 0

Sigaskor Tindastóls: Kolbrún 18 stig, Telma 6, Hera 4, Berglind 3, Sunna 2, Sigrún 2, Jóna 0, Valdís 0.