Sárt tap á Akureyri

Sárt tap á Akureyri

Stelpurnar í unglingaflokki töpuðu fyrir sprækum Þórsurum á Akureyri í dag, lokatölur 65-56 eftir að staðan í hálfleik var 34-21. Stigahæst hjá Snæfell var Rebekka Rán með 29 stig.

Hópurinn er búinn að vera í góðu yfirlæti hjá Lamb-Inn og þau heiðurshjón Karl og Guðný sáu vel um mannskapinn. Leikurinn var klukkan 15:00 og byrjuðu okkar dömur af miklum krafti, héldu Þórsurum í lágu stigaskori en 6 af 8 stigum þeirra í fyrsta leikhluta komu úr spjaldið ofan í þriggja stiga skotum. Staðan 8-13 eftir fyrsta hluta Hólmurum í vil. Í öðrum leikhluta kom Hrefna inn hjá Þór og gjörbreytti hún leiknum, Þórsarar röðuð þriggja stiga körfum og voru miklu grimmari í öllum aðgerðum. Þór unnu leikhlutann 26-8 og leiddu í hálfleik 34-21.

Í þriðja leikhluta mættu okkar dömur með pressuvörn að vopni og freistuðust að breyta leiknum, sex fyrstu stig leikhlutans voru heimastúlkna á meðan að öll skot og sniðskot rúlluðu uppúr hjá gestunum. Þórsstelpurnar voru að spila glimrandi vel og röðuðu niður körfum í öllum regnboganslitum. Í lok þriðja leikhluta var staðan 55-35 heimastúlkum í vil. Þórsstelpur skoruðu fyrstu fjögur stigin og leiddu því með 24 stigum. Eftir gott leikhlé náðu okkar dömur að sýna sinn rétta lit, pressuðu útum allan völl og fengu 14 stig frá fyrirliðanum. Snæfell náðu að minnka muninn niður í sjö stig en tvær síðustu sóknirnar heppnuðust ekki og lokatölur viru 65-56.

Sárt tap á Akureyri og liðið veðurteppt þangað til í fyrramálið.

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 29 stig, Sara Diljá Sigurðardóttir 12, Andrea Björt Ólafsdóttir 7, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir 0, Aníta Ýf Bergþórsdóttir 0, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, Teódóra Ægisdóttir 0, Emilía Ósk Jónsdóttir 0.

Stigaskor Þórs: Heiða 24, Hrefna 15, Jóhanna 11, Thelma 10, Bríet Lilja 4, Gréta 1, Sædís 0, Guika 0.