http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/04/IMG_3837-1024x768.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/04/IMG_3837-1024x768.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/04/IMG_3837-1024x768.jpgÓli Ragnar og Erna Hákonar framlengja í Hólminum

Óli Ragnar og Erna Hákonar framlengja í Hólminum

Parið af suðurnesjunum Óli Ragnar Alexandersson og Erna Hákonardóttir hafa samið við Snæfell í eitt ár en þau hafa bæði verið í leikmannahópum Karla og Kvenna liða Snæfells þetta tímabilið.
Það er Snæfellsfjölskyldunni sönn ánægja að njóta krafta þessara leikmanna en Óli Ragnar meiddist gegn ÍR 3. desember 2015 og hefur ekkert náð að leika síðan, kappinn ætlar að æfa vel í sumar og koma vel stemmdur til leiks með Snæfell í haust. Erna Hákonardóttir stendur í stórræðum með kvennaliði félagasins en hún átti myndarlega stelpu í vetur og hefur verið að koma sér aftur í gírinn. Erna á eftir að nota sumarið vel til að gera sig klára fyrir átökin næsta vetur.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar óskar Óla Ragnari og Ernu til hamingju með nýja samninginn og hlakkar til að vinna áfram með þeim.

Það er Gunnar Svanlaugsson formaður stjórnar KKD Snæfells sem undirritaði undir samningana við Óla Ragnar og Ernu.