Geir Elías Úlfur Helgason til liðs við Snæfell

Geir Elías Úlfur Helgason til liðs við Snæfell

Geir Elías Úlfur Helgason skrifaði undir eins árs samning við Snæfell í dag, en þessi spræki bakvörður lék með FSu á síðustu leiktíð þar sem hann var með 2.4 stig að meðaltali í leik á 10 mínútum í leik.

Geir er uppalinn hjá Hrunamönnum á Flúðum en hefur leikið með FSu síðustu ár. Geir er örvhentur bakvörður sem hefur mikinn metnað og spennandi að fylgjast með honum á næsta tímabili.

Geir Elías Úlfur og Gunnar formaður við undirskriftina í dag.