http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/06/IMG_3613-1024x768.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/06/IMG_3613-1024x768.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/06/IMG_3613-1024x768.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/06/IMG_3613-1024x768.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/06/IMG_3613-1024x768.jpgSex leikmenn skrifa undir hjá Snæfell

Sex leikmenn skrifa undir hjá Snæfell

Íslandsmeistarar Snæfells skrifuðu undir samninga við sex leikmenn sem léku með liðinu á síðasta tímabili. Hermundur Pálsson varaformaður og Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður Snæfells skrifuðu undir hjá þessum fríða hópi.

Andrea Björt Ólafsdóttir er að fara inn í sitt annað tímabil með Snæfell en á síðasta ári kom Andrea Björt seint til liðs við Snæfell. Andrea Björt átti gott ár með Snæfell en stundaði nám við HÍ. Núna í ár ætlar hún að flytja í Hólminn og vinna.

Anna Soffía Lárusdóttir var að stíga sín fyrstu spor með meistaraflokki á síðasta tímabili en hérna er á ferðinni mjög efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Anna Soffía var í 17 manna hópi ´98 landsliðs stúlkna en Anna Soffía er fædd ´99.

Helga Hjördís Björgvinsdóttir er uppalinn hjá félaginu og hefur tekið þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum félagsins. Helga Hjördís stóð í barnseignum og ætlar sér að koma sterk til leiks í vetur.

Hrafnhildur Magnúsdóttir var í kringum liðið og æfði í fyrsta skipti með meistaraflokki en var í meiðslum. Hrafnhildur hefur verið viðloðandi yngri landsliðin og stefnir hún lengra í þeim efnum.

Hugrún Eva Valdimarsdóttir er að hefja sitt fjórða tímabil en hún hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu öll árin sín með Snæfell. Hugrún Eva er ein af þeim sem æfir í Reykjavík en spilar með Snæfell. Hugrún Eva er miðherji og er liðinu mikilvæg.

María Björnsdóttir er uppalinn Hólmari sem fór suður í nám en vinnur nú við sitt fag í Reykjavík. María mun því verða í Reykjavíkurhópnum áfram en þetta er þriðja tímabilið sem María er að hefja eftir að hún kom tilbaka úr Val.

Ánægjulegar fréttir af kvennaliðinu en staðan með erlendan leikmann er óráðin.

Hjörleifur, Hrafnhildur, Anna og Hermundur

Hjörleifur, Hugrún, Andrea og Hermundur

Hjörleifur, Hugrún, Andrea og Hermundur

María, Helga og Hermundur

Hjörleifur, María, Helga og Hermundur