Óli Ragnar og Erna verða ekki í Hólminum næsta tímablil

Njarðvíkur parið Óli Ragnar Alexandersson og Erna Hákonardóttir verða ekki með Snæfell næsta tímablil þar sem Óli Ragnar hefur ekki ennþá jafnað sig á meiðslunum sem hann hlaut í leik gegn ÍR 3. desember 2015.

Í fyrstu var talið að Óli Ragnar ætti að hvíla í tvær vikur, það urðu 3 mánuðir og svo aftur 3 mánuðir og að lokum var Óla Ragnari tilkynnt að hann myndi ekki spila körfubolta á næstunni og eina sem myndi laga hans meiðsli væri hvíld.

Hólmarar eru miður sín yfir þessum tíðindum hjá frábærum dreng Óla Ragnari, en Erna Hákonardóttir og kappinn voru saman í Hólminum. Erna mun því ekki leika Íslands- og Bikarmeisturum Snæfells á næsta tímabili.

Erna ætlar sér að leika í Keflavík en Óli Ragnar mun halda áfram að ná fætinum í lag svo að hann geti stundað eðlilega hreyfingu í framtíðinni.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells þakkar þessu góða fólki fyrir þeirra samveru í Stykkishólmi og óskar þeim velferðar í nýjum áskorunum.