Sefton Barrett til liðs við Snæfell

Sefton Barrett til liðs við Snæfell

Snæfell hefur ráðið til sín Sefton Barrett sem er frá Canada og er fæddur 1983. Kappinn er 198cm á hæð og um 95 kg. Hann er fjölhæfur leikmaður. Sefton á flottan feril og er ætlunin að hann komi með leikreynslu inní lið Snæfells. Sefton lék í Central Michigan þar sem leiðir hans og Giordan Watson lágu saman. Síðan að Sefton útskrifaðist þá hefur hann leikið í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi (þar á meðal með Jeb Ivey) og einnig í Canada.

Vonast er til að kappinn nái að vera kominn í tæka tíð fyrir leikinn gegn ÍR en pappírsvinnan hefur verið afar löng og hamlað þvi að hann hafi getað komið fyrr.

Frétt á Karfan.is(myndband fylgir frétt).