Tap í fyrstu umferð á móti ÍR

Tap í fyrstu umferð á móti ÍR

Meistaraflokkur karla hélt í kvöld suður í Breiðholtið til að spila sinn fyrsta leik í Domino’s deildinni í vetur.

Fyrsti leikhlutinn byrjaði vel og var staðan jöfn eftir 6 mín leik (8-8).

Viktor virtist vel stemmdur, byrjaði vel og var fljótlega búinn að skora 4 stig.

Sefton átti einnig góða byrjun og kom okkar mönnum yfir á 7 mín. (12-14).

Í kjölfar skoraði Andrée mikilvæg stig og trygði okkar mönnum 7-0 kafla eftir 8. mín leik (12-17).

ÍR-ingar tóku í framhaldinu við sér og skoruðu 11 stig á móti tveimur frá okkar mönnum en leikhlutinn endaði þegar upp var staðið með 4 stiga forskoti heimamanna (23-19).

Fyrstu stigin í öðrum leikhluta komu síðan frá Viktori en ÍR-ingar svöruðu fljótlega með þristi (26-21).

ÍR-ingar voru þá komnir í gang og allt í einu með 10 stiga forskot eftir 14 mín. leik (35-25).

Þá tók “nýji” maðurinn okkar upp á því að troða yfir “gamla” manninn okkar en svo virðist sem að það hafi frekar kveikt í ÍR-ingum en okkar mönnum.

Eftir 17 mín. leik voru Breiðhyltingar allt í einu komnir með 16 stiga forskot (43-27).

Í lok annars leikhluta tók Viktor sig síðan til og skoraði mikilvægar körfur. Frábær byrjun hjá Viktori sem var með jafn mörg stig og Sefton í lok fyrri hálfleiks.

Þrátt fyrir það endaði fyrri hálfleikur með 13 stiga forskoti ÍR-inga (50-37).

Okkar menn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir 24 mín. var búið að minka muninn í 9 stig (55-46).

Þegar fór að líða á þriðja leikhluta voru heimamenn en með töluvert forskot (63-51) en okkar menn auðvitað hvergi nær hættir að berjast. Sefton bauð m.a. upp á aðra kærkomna troðslu á 30 mín. en staðan þá var 70-55.

Þriðji leikhlutinn endaði svo með þessu 15 stiga forskoti Breiðhyltinga (70-55).

Snemma í fjórða leikhluta var síðan ljóst í hvað stemmdi fyrir okkar lið en lokatölur í þessum fyrsta leik vetursins urðu 96-65 og 31 stigs tap staðreynd.

ÍR-Snæfell 96-65 (23-19, 27-18, 20-18, 26-10)

Tölfræði leiks