http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/11/15146861_10209970215083281_1730826006_o-150x150.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/11/15146861_10209970215083281_1730826006_o-150x150.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/11/15146861_10209970215083281_1730826006_o-150x150.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/11/15146861_10209970215083281_1730826006_o-150x150.jpgGóð ferð til Egilsstaða hjá 10. flokki drengja

Góð ferð til Egilsstaða hjá 10. flokki drengja

10.flokkur drengja skrapp í gær austur á land og heimsótti Egilsstaði.

Skemmst er frá því að segja að allir leikir enduðu okkur í hag.

Strákarnir unnu Hött í gærkvöldi 60 – 14 og mættu svo eldhressir og kátir klukkan 14:15 í dag til að keppa við ÍR-inga. Sú viðureign endaði einnig með sigri, 58 – 35.

Loks unnu strákarnir Ármenninga sannfærandi 79 – 27.

Samkvæmt Gunnlaugi Smárasyni, þjálfara 10. flokks, voru drengirnir með töluverða yfirburðir í öllum leikjum og fengu allir að spila helling.

Núna er beðið eftir flugi á vellinum á Egilsstöðum og óskum við 10. flokki til hamingju með góðan árangur og góða ferð heim í Hólminn.

Áfram Snæfell!