10. flokkur drengja með sigur í Smáranum

10. flokkur drengja með sigur í Smáranum

Strákarnir í 10. flokk spiluðu í 16 líða úrslitum í dag. Leikurinn var spilaður í Smáranum í Kópavogi. Skemmst er frá því að segja að drengirnir okkar gerðu sér glaðan dag og slógu út B-riðils liðið Breiðablik. Strákarnir okkar voru fyrir nokkrum vikum að vinna sig upp í C-riðil.

Leikurinn endaði 40 – 54 og settu Hólmarar í lás í vörninni í seinni hálfleik, í honum fengu þeir aðeins 15 stig á sig (3 stig í þriðja leikhluta). Gríðarlega skemmtilegt að sjá hvað vörnin skiptir miklu máli í körfubolta.

Stigahæstur var Ísak Örn með 18, Viktor Brimir skoraði 17 og Eiríkur Már skoraði 15. Aðrir minna, það verður að segja að allir lögðu sig fram í leiknum og voru tilbúnir hvort sem þeir spiluðu 30 sekúndur eða allan leikinn.

Hópurinn:
Eiríkur Már Sævarsson
Viktor Brimir Ásmundsson
Jóel Bjarki Sigurðarson
Guðmundur Óli Hafþórsson
Ellert Þór Hermundarson
Benjamín Ómar Kristjánsson
Kristófer Kort Kristjánsson
Ísak Örn Baldursson
Elvar Áki Ingason
Valdimar Hannes Lárusson
Vignir Steinn Pálsson (veikur)
Sérlegur ráðgjafi var Kristófer Tjörvi Einarsson.
Þjálfari er Gunnlaugur Smárason.

Sævar og Jón Þór sáu til að allt vera eins og það átti að vera í svona ferð.

Drengirnir verða því í pottinum þegar dregið verður í 8. liða úrslitin bikarsins.

Á morgun spilar 9. flokkur drengja við sterkt lið Vestra. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er spilaður í Stykkishólmi.

Áfram Snæfell!