Flottur sigur á Vestra á heimavelli

Flottur sigur á Vestra á heimavelli

Strákarnir í unglingaflokki léku í dag gegn Vestra frestaðan leik sem fara átti að fara fram um síðustu helgi þar sem veikindi voru í herbúðum Vestramanna. Vestri hófu leikinn 0-4 en með Jón Pál og Viktor Marínó sigldu Snæfell framúr og leiddu 16-10 eftir fyrsta leikhluta. Í stöðunni 19-17 raðaði Geir Elías niður tveimur þristum og Snæfell komnir í 10 stig 29-19. Vestramenn minnkuðu muninn í 29-26 en Viktor Marínó og Jón Páll voru drjúgir í stigaskorun í fyrri hálfleik komu muninum í 35-26. Þegar um 5 sekúndur voru eftir settu Snæfell upp flotta fléttu úr innkasti sem endaði með fyrstu körfu Árna Elmars sem nelgdi niður þrist og staðan 38-28 í hálfleik.

Vestramenn hófu síðari hálfleik einsog þann fyrri og minnkuðu muninn í 38-32. Árni, Andri Þór og Jakob Breki smelltu niður þremur þristum á stuttum tíma og Snæfell náðu 51-37 forystu en leiddu 58-45 eftir þrjá leikhluta. Árni Elmar tók við skorkeflinu af Viktori og Jóni Páli í fjórða leikhluta og var að leika vel, Snæfell voru yfir 10-15 stig þangað til í lokin þegar að síðustu stig leiksins voru gestanna, lokatölur 79-70.

Andrée Michelsson byrjaði leikinn en fór snemma útaf vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu daginn áður. Snæfellsstrákarnir hafa því unnið 4 leiki en tapað einum fyrir toppliðinu Njarðvík.

Fram að jólum eiga strákarnir roadtrip fyrir höndum þegar að þeir leika gegn Þór Akureyri laugardaginn 17. desember og svo á Egilsstöðum 18. desember.

Stigaskor Snæfells: Viktor Marínó Alexandersson 21 stig, Árni Elmar Hrafnsson 21, Jón Páll Gunnarsson 12, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Jakob Breki Ingason 5, Aron Ingi Hinriksson 5, Andri Þór Hinriksson 3, Tómas Helgi Baldursson 0, Dawid Einar Karlsson 0, Finnbogi Þór Leifsson 0.

Stigaskor Vestra: Nökkvi Harðarson 15 stig, Hinrik Guðbjartsson 11, Adam Ólafsson 10, Hugi Hallgrímsson 8, Hákon Halldórsson 8, Helgi Bergsteinsson 6, Magnús Breki Þórðarson 3, Rúnar Guðmundsson 3, Daníel Adeleye 2, Blessed Parilla 2, Egill Fjölnisson 1, Hugi Hallgrímsson 0, Þorleifur Ingólfsson 0, Helgi Bergsteinsson