Stelpurnar mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum

Stelpurnar mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum

Dregið var í 8-liða úrslit Maltbikarinns í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Á heimasíðu KKÍ kemur fram að meistaraflokkur Snæfells mætir Stjörnunni.

Leikið verður dagana 15.-16. janúar en þó verður einn kvennaleikur þann 14. janúar á RÚV og svo verður karlaleikur 15. janúar í beinni á RÚV.

Maltbikar kvenna · 8-liða úrslit:
Snæfell-Stjarnan
Grindavík-Keflavík
Breiðablik-Haukar
Skallagrímur-KR

Maltbikar karla · 8-liða úrslit:
Þór Akureyri-Grindavík
Höttur-KR
Valur-Haukar
Þór Þorlákshöfn-FSu