Gunnhildur íþróttarmaður Snæfells

Gunnhildur íþróttarmaður Snæfells

Gunnhildur Gunnarsdóttir er fædd 17. Ágúst 1990 en hún er uppalinn Hólmari í húð og hár. Gunnhildur varð Íslandsmeistari með liðinu okkar í vor þar sem hún var með 12.1 stig að meðaltali í leik, 5.1 frákast og 2.8 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn í úrvalslið fyrri umferðar Dominosdeildarinnar og einnig seinni umferðar á síðasta ári. Gunnhildur var í úrvalsliði KKÍ og er lykilmanneskja í A-landsliði Íslands sem hefur staðið sig vel og unnu frænka sigra á Ungverjum og Portúgölum. Gunnhildur var fyrirliði A-landsliðs kvenna í leikjunum í nóvember. Gunnhildur Gunnarsdóttir var útnefnd Körfuknattleikskona Ársins af 50 manna dómnefnd sem er mesti heiður sem körfuknattleikskona getur fengið.

Gunnhildur er þekkt fyrir að vera mjög góður varnarmaður sem gefur ekkert eftir og spilar leiki sína af lífi og sál. Gunnhildur hefur mikla leiðtoga hæfileika og er frábær fyrirliði sem leiddi liðið til Íslands- og bikarmeistaratitils á síðasta kepnistímabili.

Gunnhildur Gunnarsdóttir æfir mjög mikið og er öðrum leikmönnum hvatning til að æfa vel. Gunnhildur hefur fengið sinn skerf að meiðslum og hefur hún stigið uppúr erfiðum meiðslum í sumar og núna í lok vetrar, ekkert stoppar þessa kjarna íþróttakonu og er hún sannarlega vel að því komin að vera kosin íþróttamaður Snæfells. Gunnhildur er leikmaður sem á eftir að láta verkin tala í framtíðinni fyrir Körfuknattleiksdeild Snæfells.