Hörkusigur á Skallagrím í Unglingaflokki

Hörkusigur á Skallagrím í Unglingaflokki

Strákarnir í unglingaflokki spiluðu við Skallagrím í Unglingaflokki í Stykkishólmi sunnudaginn 29. janúar. Liðin eru í toppbaráttu 2. deildar Unglingaflokks en mikið jafnræði var á milli liðanna og settu strákarnir í Snæfell upp skotsýningu þar sem 19 þriggja stiga skot rötuðu niður hjá liðinu, stórsigur 108-79.

Skallagrímsstrákarnir byrjuðu 0-7 og 2-9 en þá komu fjórar þriggja stiga körfur í röð frá Árna Elmari sem kom Snæfell yfir, svona gekk þetta fyrir sig en staðan eftir fyrsta leikhluta 27-21 Snæfell í vil. Skallagrímsstrákarnir hófu annan leikhluta einsog þann fyrsta og skoruðu 0-7 og komust yfir Jón Páll kom svo Snæfell yfir áður en annar 0-7 kafli gestanna kom þeim aftur yfir. Tveir þristar frá Viktori og Jóni Páli komu Snæfell yfir og svona var leikhlutinn allur. Skallar voru samt með yfirhöndina í hálfleik 43-48.

Viktor og Andrée hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti fyrir Snæfell sem tóku yfirhöndina og snögglega staðan orðin 65-58. Skallar réðu ekkert við sóknartilburði heimamanna og skoruðu Snæfellsstrákarnir 38 stig í leikhlutanum gegn 18 og staðan 81-66 eftir þrjá leikhluta. Í fjórða leikhluta hóf Andrée að raða niður og Hólmarar gengu á lagið og kláruðu leikinn með 29 stiga sigri 108-79.

Stigaskor Snæfells: Árni Elmar Hrafnsson 30 stig, Viktor Marínó Alexandersson 25, Andrée Michelsson 23, Jón Páll Gunnarsson 18, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Aron Ingi Hinriksson 0, Dawid Einar Karlsson 0, Andri Þór Hinriksson 0, Tómas Helgi Baldursson 0, Jakob Breki Ingason 0, Almar Hinriksson 0, Finnbogi Þór Leifsson 0, Daníel Husgåard 0.

Stigaskor Skallagríms: Kristófer Már 20 stig, Eyjólur Ásberg 19, Bjarni Guðmann 18, Kristján Örn 11, Jóhannes Valur 4, Sumarliði Páll 2, Guðbjartur Máni 2, Elías Björn 0, Einar Benedikt 0, Atli Steinar 0, Hjörtur 0, Ásbjörn 0.

Strákarnir eru því með 7 sigra og eitt tap í 2. deildinni. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina í vor. Framhaldið hjá strákunum er Valur heima sunnudaginn 5. febrúar