http://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/07/Untitled.jpeghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/07/Untitled.jpegNýr þjálfari kynnir sér aðstæður í Stykkishólmi

Nýr þjálfari kynnir sér aðstæður í Stykkishólmi

Vladimir Ivankovic, nýr þjálfari mfl. karla og aðstóðarþjálfari mfl. kvenna, kom ásamt konu sinni í heimsókn í Stykkishólm í gær til að kynna sér aðstæður.

Vladimir fundaði m.a. með fráfarandi þjálfara meistaraflokkana ásamt því að hitta Baldur Þorleifsson nýja aðalþjálfara mfl. kvenna.

Jafnframt hitti Vladimir fjölda aðra einstaklinga er koma að starfinu með einum eða öðrum hætti.

Gunnar Svanlaugsson, formaður meistaraflokka Snæfells, nýtti tækifærið og sýndi hjónunum Hólminn í blíðskapar veðri.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gær eftir að fundum var lokið en þar eru frá vinstri til hægri:

Jón Þór Eyþórsson, formaður stjórn yngriflokka, Baldur Þorleifsson, aðalþjálfari meistarflokk kvenna, Vladimir Ivankovic, aðalþjálfari meistaraflokk karla, Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður UMF Snæfells og Gunnar Svanlaugsson, formaður stjórn meistaraflokka kkd. Snæfells.