Angelika Kowalska til liðs við úrvalsdeildarlið Snæfells
Angelika Kowalska er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Snæfells.
Angelika Kowalska er 26 ára framherji frá Póllandi sem hefur spilað með U-16,-18 og-20 ára landsliðum Póllands.
Angelika hefur einnig spilað nokkur tímabil í efstu deild Póllands.
Á síðasta tímabili spilaði Angelika í Frakklandi með BASKET-BALL COURNON D’AUVERGNE.
Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar í Stykkishólm.
Áfram Snæfell!