Snæfell vann Fjölni

Snæfell sigraði Fjölni 63-61 í kvöld í 2.deild kvenna í Stykkishólmi. Snæfell var með undirtökin lengst af en Fjölnir sem er toppliðið í deildinni kom af mikilli seiglu til baka og voru ansi nærri því að ná sigrinum í lokin eftir spennandi lokamínútur.