Fótbolti – Jólamót SPK

Fyrsta mótið sem við sendum sameinað lið á var Jólamót Sparisjóðs Kópavogs sem haldið var á milli jóla og nýárs. Sitt sýnist hverjum um það að…

halda til keppni á þessum tíma. Finnst mörgum alveg nóg að endasendast landið þvert og endilangt allan ársins hring og lágmark að fá frið með fjölskyldunni á jólunum.

Það væri mjög fróðlegt, krakkar og foreldrar, að fá að vita hvað ykkur finnst. Ef fólk er almennt á móti þessu verður náttúrlega ekki farið aftur á þetta mót.

En til þess þarf að koma skoðunum sínum á framfæri og það er upplagt að senda þær á monikaaxels@simnet.is eða einhvern annan í stjórninni. (Sjá: Stjórn og þjálfarar)

 

Fjölmargir hnökrar komu upp eins og við var að búast, bæði viðráðanlegir og óviðráðanlegir og er verið að vinna í þeim viðráðanlegu, hinu verður bara að taka eins og hverju öðru hundsbiti.

 

Liðunum gekk alveg ágætlega þegar á heildina er litið, sérstaklega í ljósi þess að þetta var fyrsta mótið okkar og margir gátu ekki mætt.

En gengi liðanna var sem hér segir:

 

  2. fl ka A      3. sæti í B riðli                           2. fl kv A       5. sæti

 

  3. fl ka A      3. sæti                                      3. fl kv B        4. sæti                  

  3. fl ka B      3. sæti í A riðli                          

 

  4. fl ka B-1   1. sæti í B riðli                           4. fl kv B       3. sæti

  4. fl ka B-2   2. sæti í A riðli                           4. fl kv C       5. sæti

 

  5. fl ka A      5. sæti                                       5. fl kv B       4. sæti

  5. fl ka B      4. sæti                                       5. fl kv C       3. sæti

 

  6. fl ka B-2   3. sæti í A riðli                           6. fl kv B-1    1. sæti í A riðli

  6. fl ka B-2   1. sæti í B riðli

 

  7. fl keppti ekki á mótinu.

 

  MA