Þór Akureyri 39 – Snæfell 64

Snæfellsstúlkur gerðu góða ferð á Akureyri laugardaginn 20. janúar sl. þegar þær sóttu Þór heim. Stelpurnar höfðu yfirhöndina allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur eins og áður sagði 39-64 Snæfelli í vil. Snæfell eru þá í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eins og Ármann/Þróttur sem skipa 3. sæti. Stöðuna í deildinni má sjá hér.

Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er laugardaginn 3. febrúar nk. á móti Breiðabliki B í Smáranum.