Snæfell – Hamar/Selfoss í kvöld

Jæja þá er loks kominn heimaleikur aftur. Í kvöld mætir Snæfell Hamri/Selfoss (H/S) í 18. umferð Iceland Expressdeildarinnar. Fyrri leikur liðanna í vetur var hörku spennandi og höfðu okkar menn sigur 77-79. Sem stendur er Snæfell í 4. sæti deildarinnar með 24 stig, en H/S í því 9. með 12. Þessi leikur er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Snæfell keppist við að ná 3. sæti deildarinnar, meðan H/S reynir að tryggja sæti sitt inn í úrslitakeppnina.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og þurfa strákarnir á öllum okkar stuðningi að halda í baráttunni. Mætum öll og hvetjum þá til sigurs.