
Trausti og Snæfell í samstarf!
Körfuknattleiksdeild Snæfells og Fasteignasalan Trausti hafa tekið höndum saman í gegnum hann Bjössa okkar Bensó til að styðja íþróttir og…
Kæra stuðningsfólk!
Fyllum stúkuna og látum vel í okkur heyra, það skiptir miklu máli
Snæfell fær Hamar í heimsókn í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum 1. deildar. Liðin áttust við síðastliðin laugardag og lauk leiknum með naumum sigri Hamars, það má því búast við mikilli baráttu í leiknum 1. apríl.
Við hvetjum alla Snæfellinga til þess að fjölmenna á leikinn og hjálpa strákunum að jafna einvígið.
Þ.B. borgararnir verða að sjálfsögðu til sölu ásamt allskyns góðgæti þannig það þarf enginn að elda á þriðjudaginn!
Áfram Snæfell!!!