Snæfell tryggði sér sigur á KV í spennandi bikarleik
Snæfell hafði betur gegn KV í VÍS bikar karla í Stykkishólmi í gærkvöldi, 96–86, eftir baráttumikinn og skemmtilegan leik. Heimamenn…

Í maí kom hlaupaþjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson í heimsókn og var með hlaupaæfingu fyrir elsta hópinn. Gunnar Páll er einn fremsti hlaupaþjálfari landsins og hefur hann m.a þjálfað þrjá Ólympíufara.
16 sprækir krakkar tóku þátt í æfingunni. Æfingarnar voru fjölbreyttar og reyndu á ólíka þætti. Æfingin gekk glimrandi vel og áhuginn leyndi sér ekki.
Gunnar Páll stefnir á að hafa aðra æfingu í sumar fyrir hópinn.

