
Snæfell tryggði sér öruggan sigur á Vestra 87–62
Snæfellsstelpur sýndu frábæran leik á laugardaginn þegar þær lögðu Vestra með 25 stiga mun á heimavelli, 87–62. Liðið byrjaði af…
Meistarflokkur karla fær Fylkir í heimsókn kl 19:15 í kvöld og er um að ræða fyrsta leik tímabilsins. Komdu og sjáðu ungt og efnilegt lið Snæfells etja kappi við spræka Fylkismenn sem unnu sér rétt til þess að spila í 1. deild eftir að hafa unnið 2. deild á síðasta tímabili.
Snæfells liðið frumsýnir nokkra nýja leikmenn eins og hinn efnilega og mjög svo spennandi Bjarka Steinar Gunnþórsson sem kom frá Breiðablik, kraftmikinn bakvörð í Aytor Alberto sem spilaði síðast í Austurríki og svo hinn hávaxna bandaríkjamann Damione Thomas.
Við hvetjum fólk eindregið að mæta í kvöld og sýna liðinu stuðning